Haustnámskeiðið hefst þriðjudaginn 30. september 2025 kl. 15.00-16.30 og verður vikulega í sex skipti til og með 4. nóvember 2025. Endar á fjölskyldumessu í Grensáskirkju sunnudaginn 9. nóvember 2025 kl. 11.00.
Yfirskriftin er Biblíusögur með leik og LEGO. Við munum lesa nokkrar Biblíusögur og tengja boðskap þeirra við nútímann. Við munum bæði leika þær með léttum leikmunum og byggja þær með LEGO kubbum.