Tíu til tólf ára starfið (TTT) í Grensáskirkju er fyrir öll börn á aldrinum 10-12 ára (5.-7. bekkur).
Haustnámskeiðið hefst þriðjudaginn 30. september kl. 16.30-18.00 og verður vikulega í sex skipti til og með 4. nóvember. Endar á fjölskyldumessu í Grensáskirkju sunnudaginn 9. nóvember kl. 11.00.
Yfirskriftin er Biblíusögur með leiklist og tónlist. Við munum lesa nokkrar Biblíusögur og tengja boðskap þeirra við nútímann. Við munum tengja þær við leiklist og tónlist. Þáttakendur fá tækifæri til þess að setja upp nútímalegan helgileik með léttum leikmunum og tónlist. Sumir leika eða leikstýra á meðan aðrir búa til búninga og létta leikmuni. Einnig munum við búa til stuttmynd af ferlinu og leikverkinu.